Atvinnu- og nýsköpunarhelgin á Akureyri var haldin um helgina í Háskólanum á Akureyri en markmið helgarinnar er að aðstoða frumkvöðla á Norðurlandi að þróa hugmyndir sínar og byggja upp fyrirtæki.
Kaffið kíkti við í Háskólann í gær og fylgdist með fjölmennri kynningu hjá þátttakendum helgarinnar.
Vel var mætt á kynninguna og mikil fjölbreyttni einkenndi hugmyndirnar. Þá voru þrjár kynningar sem einblíndu á uppbyggingu í Hrísey með námugarði, plönturækt, eggjaframleiðsu og berjaræktun til matvöruþróunar, en Landnámsegg í Hrísey hreppti einmitt þriðja sætið í keppninni.
Svokallaður bensínvari var kynntur hjá einum hópnum sem ætlaður er til þess að sporna við þeim tíðu mistökum þegar fólk dælir óvart bensíni á dísel bíla, fyrirtækið Titanium sem stóð fyrir þeirri hugmynd hlutu hvatningarverðalaun.
Þá voru tvær aðrar hugmyndir sem að hlutu einnig hvatningarverðlaun; hugmynd að borðspili hjá 354 games og svokallað Sheep Casing, sem Khattab Mohammad ásamt fleirum, stóð fyrir.
Ferðamannaiðnaðurinn var einnig áherslupunktur hjá nokkrum hópunum, í þeim tilgangi að virkja Norðurlandið enn meira í þeim geira með ýmsum frumlegum fyrirtækjum. Í öðru sæti var hugmyndið Hælið, sem er einskonar safn fyrir bæði Íslendinga og útlendinga.
Í fyrsta sæti var svo hugmyndin PeePants, sem eru nærbuxur sem henta munu öllum konum. Verkefnið hlaut því 1 milljón króna í styrk til þess að hjálpa hugmyndinni verða að veruleika.
Það voru allir þátttakendur helgarinnar sammála um að þeir höfðu lært mikið um helgina og tekist vel að skipuleggja sig og afmarka hugmyndir sínar betur.
Helgin hefur verið haldin árlega síðastliðin ár og kemur til með að verða haldin aftur að ári. Þetta er mjög góður og nauðsynlegur þáttur í frumkvöðlastarfi og flott tækifæri fyrir þá sem eru með góða hugmynd að láta af henni verða.
UMMÆLI