Arnór og Oddur klárir í slaginn

Arnór og Oddur klárir í slaginn

Arnór Þór Gunnarsson og Oddur Gretarsson eru fulltrúar Akureyrar á HM í handbolta sem hefst í dag. Arnór Þór verður fyrirliði íslenska landsliðsins á mótinu en Oddur er að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti síðan á EM árið 2012.

Arnór Þór var mættur í viðtal á í Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. „Það er bara mikill heiður og ég er stoltur af því að bera fyrirliðabandið. Ég hef sagt það áður að maður er bara að reyna að gera sitt besta, hvort sem maður er fyrirliði eða ekki, bara að reyna að hjálpa liðinu. Það breytist ekkert þótt ég sé með eitthvað band á hendinni en auðvitað mikill heiður,“ sagði Arnór en hægt er að hlusta á viðtalið á vef RÚV með því að smella hér. 

Oddur Gretarsson var í viðtali hjá Ívari Benediktssyni á Handbolti.is í dag. Hann segist aftur vera orðinn nýliði í landsliðinu en þó með aðeins meiri reynslu nú.

„Ég er þakklátur fyrir að fá tækifæri til þess að koma inn í þennan hóp á nýjan leik eftir allan þennan tíma,“ sagði Oddur á handbolti.is en viðtalið má sjá í heild sinni með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó