Akureyri vann öruggan sigur á Val í fyrsta leik ársins í Olís-deild karla en leikið var í KA-heimilinu í kvöld og sneru lykilmenn á borð við Bergvin Þór Gíslason og Sigþór Árna Heimisson aftur á völlinn eftir meiðsli auk þess sem Sverre Jakobsson, þjálfari liðsins, tók fram skóna að nýju og var í leikmannahópnum.
Liðin skiptust á að hafa forystu í fyrri hálfleiknum en Akureyri leiddi með einu marki í leikhléi, 13-12. Heimamenn mættu öflugir til leiks og náðu að byggja upp mest fimm marka forskot um miðbik síðari hálfleiks.
Valsmenn neituðu að gefast upp en tókst þó ekki að komast mjög nálægt Akureyringum á lokamínútunum og endaði leikurinn með sex marka sigri Akureyrar, 27-21.
Kristján Orri Jóhannsson var markahæstur í liði Akureyrar með sjö mörk og þeir Tomas Olason og Arnar Þór Fylkisson stóðu vaktina vel á milli stanganna, vörðu alls sextán skot.
Markaskorarar Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 7, Róbert Sigurðsson 4, Igor Kopyshynskyi 3, Mindaugas Dumcius 3, Bergvin Gíslason 3, Friðrik Svavarsson 2, Andri Snær Stefánsson 2, Sigþór Árni Heimisson 2, Arnar Þór Fylkisson 1.
Arnar Þór Fylkisson varði tíu skot í marki Akureyrar og Tomas Olason varði sex.
Markaskorarar Vals: Orri Freyr Gíslason 5, Sveinn Aron Sveinsson 4, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Anton Rúnarsson 2, Josip Juric Grgic 2, Ýmir Örn Gíslason 1, Alexander Örn Júlíusson 1
Hlynur Morthens varði níu skot í marki Vals og Sigurður Ingiberg Ólafsson varði tvö.
UMMÆLI