NTC

Segir öruggan meirihluta fyrir ÁTVR frumvarpi

Segir öruggan meirihluta fyrir ÁTVR frumvarpi

Þing­menn úr Sjálf­stæð­is­flokki, Við­reisn, Bjartri fram­tíð og Píröt­um munu á næstu dögum leggja fram nýtt frum­varp um að leyfa sölu áfengis í versl­un­um. Þetta er stað­festir Pawel Bar­toszek, einn flutn­ings­manna frum­varps­ins í samtali við Kjarn­ann í dag.

Pawel seg­ir í samtal við Kjarnann að nokkuð öruggur meiri­hluti sé fyrir mál­inu á þingi. Frum­varpið felur í sér að einka­leyfi ÁTVR á sölu áfengið verði afnumið og að sala á því verði heim­iluð í sér­versl­un­um, í sér­rýmum innan versl­anna eða yfir búð­ar­borð.

Pawel hefur lengi vel verið talsmaður fyrir afnámi einkasölu ríkisins á áfengi en árið 2014 hélt Pawel erindi á fundi Heimdallar um málið. Þar sagði hann meðal annars að ofneysla áfengis væri stórt vandamál á Íslandi en takmarkað aðgengi hefði lítið að segja um að draga úr því.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó