NTC

Viltu vinna milljón?

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri ávarpar þátttakendur í verkefninu á síðasta ári.
Mynd og frétt: Akureyri.is

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin 2017 verður haldin í Háskólanum á Akureyri um næstu helgi, 3.-5. febrúar. Það kostar ekkert að taka þátt í verkefninu en það snýst um að virkja fólk til athafna. Allir geta verið með, bæði þeir sem eru með viðskiptahugmynd og þeir sem vilja vinna með teymi af fólki að því að hrinda góðri hugmynd í framkvæmd.

Markmiðið með helginni er að fólk byrji að vinna að frumgerð og viðskiptaáætlun á ákveðinni vöru eða þjónustu. Á þriðja tug frumkvöðla og aðila með víðtæka reynslu og menntun verða þáttakendum til aðstoðar. Að helginni lokinni geta þátttakendur síðan unnið áfram með vel mótaðar viðskiptahugmyndir og látið þær verða að veruleika. Verðlaun eru veitt í nokkrum flokkum. Boðið er upp á morgunmat, hádegismat, kvöldmat og snarl yfir alla helgina. Þá verða nokkur 5-10 mínútna erindi flutt sem eru praktísk og snúa að uppbyggingu viðskiptahugmyndarinnar.

Í verðlaun fyrir besta verkefnið er 1 milljón króna og auk þess eru veitt sérstök aukaverðlaun fyrir bestu orkutengda verkefnið.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Atvinnu- og nýsköpunarhelgarinnar.

Sambíó

UMMÆLI