Framsókn

Sóley ræstitæknir á svið um helgina

Sóley ræstitæknir á svið um helgina

Leikverkið Sóley Rós ræstitæknir sem María Reyndal og Sólveig Guðmundsdóttir skrifuðu upp úr viðtali við norðlenska konu, verður sýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri föstudaginn 3. feb. og laugardaginn 4. febrúar.

Verkið fjallar um alvöru norðlenska hvunndagshetju, líf hennar, ástir og örlög. Hún verður fyrir sárum missi og verkið segir frá því hvernig það hefur áhrif á hennar lífssýn og lífsspeki. Meinfyndið og grátbroslegt verk um samtímann sem tekur á mikilvægum málefnum sem allir hafa skoðanir á og varða okkur öll.

Sóley Rós ræstitæknir var frumsýnt í Tjarnarbíói í Reykjavík í september sl. Sýningin hefur hlotið frábæra dóma og var valin ein af bestu leiksýningum ársins 2016 af gagnrýnendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins.

Leikferðin norður er í samstarfi við Háskólann á Akureyri í tilefni af 30 ára afmæli háskólans.

Sýningar hefjast kl. 20.00 og er um klukkustund að lengd án hlés.  Eftir sýningu á laugardag 4. feb. verður boðið upp á umræður.

Miðasala er á www.mak.is

VG

UMMÆLI