Kraftlyftingakonan Sóley Jónsdóttir úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar stóð í ströngu á Reykjavíkurleikunum sem fram fóru í höfuðborginni um síðustu helgi.
Sóley er 15 ára gömul en hún gerði sér lítið fyrir og sló Evrópumet í flokki 14-18 ára með því að lyfta 170 kílóum í hnébeygju.
Eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan átti Sóley ekki í teljandi vandræðum með að slá metið.
Sjá einnig
Fyrsta íslenska konan til að taka 200 kíló í hnébeygju án útbúnaðar – Myndband
UMMÆLI