Fjölgar í einangrun og í sóttkví á Norðurlandi eystra

Fjölgar í einangrun og í sóttkví á Norðurlandi eystra

Eitt nýtt Covid smit er skráð á Norðurlandi eystra í dag á covid.is. Einnig fjölgar í sóttkví á svæðinu og nú eru sjö einstaklingar skráðir í sóttkví samanborið við fimm í gær.

Smit eru nú samtals orðin þrjú á svæðinu öllu en smitin tvö sem voru fyrir voru tengd landamærunum og einstaklingum sem voru að koma heim að utan. Þau smit eru skráð á Húsavík og í Mývatnssveit.

Sambíó
Sambíó