NTC

Fullorðin frumsýnt í kvöld

Fullorðin frumsýnt í kvöld

Gamanleikurinn Fullorðin verður frumsýndur í Samkomuhúsinu í kvöld, föstudagskvöldið 8. janúar. Fullorðin er sprenghlægileg sýning um það skelfilega hlutskipti okkar allra að verða fullorðin og misheppnaðar tilraunir okkar til að sannfæra aðra um að við séum það. 

Leikarar eru Árni Beinteinn Árnason, Birna Pétursdóttir og Vilhjálmur B Bragason en þau eru einnig höfundar verksins. Leikstjórar eru Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir og Marta Nordal. 

„Fullorðið fólk á að vita hvað það er að gera! Staðreyndin er hinsvegar að enginn veit hvað hann er að gera og allir eru að þykjast. Það vekur upp stórar spurningar um það hvenær og hvort maður verði nokkurn tímann fullorðinn? Við leggjum upp í ferðalag um fullorðinsárin og restina af þessari afplánun sem flestir kalla mannsævi,“ segir í tilkynningu.

Miðasala í fullum gangi á mak.is

Sambíó

UMMÆLI