Ingvi Hrannar Ómarsson grunnskólakennari, birti afar áhugaverða færslu á bloggsíðu sinni ingvihrannar.com sem hefur nú verið deilt víða og vakið mikla athygli.
Þar gagnrýnir hann harðlega framhaldsskólakerfið, sem búið að er að stytta í flestum skólum úr fjórum árum í þrjú. Í færslunni tekur hann sem dæmi stundatöflu 1.árs nema við Menntaskólann á Akureyri þar sem sjá má að alla daga vikunnar byrjar nemandinn kl.8.15 og skóla lýkur kl.16.30, nema á föstudögum kl. 14.35.
Þá eru aðeins 5 mínútur milli kennslustunda og klukkutími í matarhlé. Ingvi bendir hann á að engar listgreinar né valfög megi finna á stundarskránni og aðeins 3×50 mínútur er varið í íþróttatíma á viku.
,,Svo virðist sem stefnan sé að geðheilsa, hreyfing, sköpun og frítími ungs fólks eitthvað sem megi missa sín og mikilvægara sé að halda ungmennum við “efnið” í lokuðum kennslustofum fram undir kvöldmat.
Það fer ekkert á milli mála í mínum huga að það er slæm hugmynd að troða námsefni framhaldsskólanna, sem áður tók að jafnaði um 4 ár að ljúka, í 3 ár með þeim formerkjum að það dragi í einhvern hátt úr brottfalli“ skrifar Ingvar.
Hann vitnar í bók Stephen Mitz þar sem segir að ungmenni hafi það mun betra í dag á auðmælanlegum sviðum en verra á öðrum sviðum sem skipta meira máli. T.a.m. hefur þunglyndi og sjálfsvíg hjá unglingum aukist verulega á síðustu árum, ofálag er áberandi og ungmenni eiga erfitt með að mynda náin sambönd, segir hann jafnframt.
,,Ég þakka fyrir að hafa fengið tíma og rými til þess í því formlega námi sem ég hef lokið til þessa, fékk að prófa mismunandi hluti, taka minn tíma, hafði rými til að mistakast og sýnt það traust að eiga frítíma í það sem ég vildi.
Það besta sem ég gerði á árunum 16-20 ára gerðist heldur ekki inni í skólastofu heldur utan hennar“ skrifar Ingvar.
Við látum færslu Ingvars fylgja með fyrir þá sem vilja lesa hana í heild sinni á bloggsíðu hans.
http://ingvihrannar.com/vid-erum-ad-eta-bornin-okkar/
UMMÆLI