Höskuldur Þórhallsson mun ekki bjóða sig fram til stjórnarsetu hjá Knattspyrnusambandi Íslands á ársþingi sambandsins sem fram fer þann 11.febrúar næstkomandi.
Í gær greindum við frá því að Höskuldur hefði ákveðið að bjóða sig ekki fram til formanns eftir langa íhugun en þess í stað ætlaði hann að bjóða sig fram til stjórnarsetu.
Í gærkvöldi sendi Höskuldur svo frá sér tilkynningu þess efnis að hann væri hættur við allt saman.
Yfirlýsing Höskulds frá því í gær, sunnudag
Í gær sendi ég frá mér yfirlýsingu þar sem ég tilkynnti framboð til stjórnar KSÍ. Á þeim tíma hafði ég skilið umræðuna þannig að núverandi stjórnarmaður frá Akureyri myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni.
Eftir að yfirlýsingin birtist í fjölmiðlum fékk ég upplýsingar um að stjórnarmaðurinn hafði þegar tilkynnt KSÍ um framboð sitt.
Ég treysti þessum aðila fyllilega til góðra verka og verð ég ekki í framboði til stjórnar KSÍ.
29. janúar 2017.
Höskuldur Þór Þórhallsson
UMMÆLI