Gæludýr.is

Reynsluboltarnir komu Þór til bjargar

Alltaf í boltanum.

Riðlakeppni Kjarnafæðismótsins lauk í gær með leik Þórs og KA 2 í Boganum en leikið verður um sæti um næstu helgi.

Þórsarar lentu undir gegn KA 2 og var staðan í leikhléi 0-1 fyrir KA 2. Í hálfleik komu reynsluboltarnir Orri Freyr Hjaltalín, Kristján Örn Sigurðsson, Sveinn Elías Jónsson, Ármann Pétur Ævarsson og Jóhann Helgi Hannesson inn af bekknum og voru fljótir að breyta stöðunni Þór í hag.

Lokatölur 4-1 í baráttuleik þar sem alls þrír leikmenn þurftu að yfirgefa völlinn vegna meiðsla í fyrri hálfleik.

Fyrr um daginn hafði annar flokkur Þórs gert 2-2 jafntefli við Leikni frá Fáskrúðsfirði í A-riðlinum.

A-riðill

Leiknir F. 2-2 Þór 2
1-0 Jesus Guerrero Suarez (’21)
1-1 Aron Kristófer Lárusson (’22)
2-1 Hilmar Freyr Bjartþórsson (’34)
2-2 Marinó Snær Birgisson (’85 víti)

Smelltu hér til að sjá lokastöðu A-riðils

B-riðill

Þór 4-1 KA 2
0-1 Brynjar Ingi Bjarnason (’24)
1-1 Jóhann Helgi Hannesson (’46)
2-1 Gunnar Örvar Stefánsson (’60)
3-1 Ármann Pétur Ævarsson (’72 víti)
4-1 Sveinn Elías Jónsson (’79)

Smelltu hér til að sjá lokastöðu B-riðils

Það er þar með ljóst að það verða Akureyrarliðin Þór og KA sem mætast í úrslitaleik mótsins. KA-menn unnu þrjá af fjórum leikjum sínum en töpuðu fyrir Magna. Markatala KA í leikjunum fjórum er 20-4. Þórsarar unnu alla leiki sína í riðlinum og enda með markatöluna 13-5.

Magni frá Grenivík og Völsungur frá Húsavík leika um bronsið. Um fimmta sæti leika Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Leiknir Fáskrúðsfirði. Annar flokkur KA mætir öðrum flokki Þórs í leik um sjöunda sæti og Fjarðabyggð og KA 3 bítast um níunda sætið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó