Arnór Þór verður fyrirliði Íslands

Arnór Þór verður fyrirliði Íslands

Akureyringurinn Arnór Þór Gunnarsson verður fyrirliði Íslands þegar Ísland mætir Portúgal í kvöld á útivelli í undankeppni EM. Þetta kemur fram á vef Akureyri.net í dag.

Þar segir að miðað við þetta megi gera ráð fyrir því að Arnór verði einnig fyrirliði á heimsmeistaramótinu í handbolta í Egyptalandi, sem hefst um miðjan mánuðinn.

Arnór Þór tekur við fyrirliðabandinu af Aroni Pálmarssyni sem er fjarri góðu gamni vegna meiðsla í hné.

Bróðir Arnórs, Aron Einar Gunnarsson, er fyrirliði karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Á vef handbolti.is segir að það sé sennilega um einsdæmi að ræða í heiminum að bræður séu fyrirliðar landsliða í handknattleik og knattspyrnu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó