Starfsmenn Gámaþjónustu Norðurlands björguðu lífi fimm kettlinga sem flækingslæða gaut á athafnasvæði fyrirtækisins. RÚV sagði frá þessu í morgun. Köttunum hefur nú verið komið fyrir hjá Örnu Einarsdóttir, kattavini á Akureyri.
Eftir að kettirnir fundust höfðu starfsmenn Gámaþjónustunnar samband við Kisukot á Akureyri en það tók starfsmenn fyrirtækisins tíu daga að fanga þá alla.
Arna Einarsdóttir segir í samatali við RÚV að kettlingarnir hefðu varla lifað af í frostinu ef þeim hefði ekki verið náð. Hún telur því að starfsmenn Gámaþjónustunnar hafi bjargað lífi þeirra.
Búið er að bólusetja og ormahreinsa kettina og hefur Arna undanfarna daga verið að koma þeim á ný heimili en einn þeirra fékk nýtt heimili á Húsavík og fékk nafnið Njáll.
UMMÆLI