Dekkjakurlinu skipt út á sparkvöllum á Akureyri fyrir 24 milljónir

Sparkvöllur við Síðuskóla

Ráðgert er að fara í endurýjun á átta sparkvöllum á Akureyri þar sem dekkjakurlinu verður skipt út fyrir annað efni. Gert er ráð fyrir níu milljónum í verkefnið á árinu 2018 og fimmtán milljónum árið 2019, alls 24 milljónum. Vikudagur.is greinir frá þessu.

Bæjarráð Akureyrar lét íþróttaráð og fasteigna Akureyrarbæjar að leggja fram viðhaldsáætlun vegna verkefnisins en mikil umræða hefur skapast um skaðsemi dekkjakurlsins og hafa mörg sveitarfélög látið fjarlægja kurlið úr sparkvöllum.

Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun um málið árið 2016 kom fram að gúmmíið sé ekki hættulegt ef snerting við það sé í takmörkuðu mæli. Ákveðin hætta sé þó fólgin í því að ef gervigrasið og gúmmíið er ekki endurnýjað reglulega.

Nokkur Evrópuríki hafa verið með til skoðunar hvort eðlilegt sé að leyfa þessa notkun á dekkjakurli. Í Svíþjóð og Noregi hefur verið mælt með að banna lagningu nýs gervigrass með endurunnu gúmmíi en á gervigrasvöllum í notkun verði engar slíkar kröfur gerðar, en skipt út eftir þörfum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó