Einn leikur var í Kjarnafæðismótinu í fótbolta í kvöld þegar Pepsi-deildarlið KA mætti 2.flokki Þórs í Boganum en þessi lið leika í A-riðli.
Skemmst er frá því að segja að KA vann nokkuð öruggan 4-0 sigur eftir að staðan í leikhléi var 1-0 en Hallgrímur Mar Steingrímsson kom KA yfir snemma leiks. Elfar Árni Aðalsteinsson tók svo við keflinu í markaskorun og skoraði hin þrjú mörk leiksins.
Aron Birkir Stefánsson, markvörður Þórs, fékk að líta rauða spjaldið eftir rúmlega klukkutíma leik.
KA mun því leika til úrslita í Kjarnafæðismótinu en fyrir utan 2-1 tap gegn Magna frá Grenivík er KA búið að vinna hina þrjá leiki sína mjög örugglega.
Þór 2 0-4 KA
0-1 Hallgrimur Mar Steingrímsson (´4)
0-2 Elfar Árni Aðalsteinsson (´54)
0-3 Elfar Árni Aðalsteinsson (´60)
0-4 Elfar Árni Aðalsteinsson, víti (´64)
Rautt spjald: Aron Birkir Stefánsson, Þór 2 (´63)
UMMÆLI