Fjölmiðlamaðurinn góðkunni Björn Þorláksson hefur verið ráðinn til starfa hjá Umhverfisstofnun sem sérfræðingur á sviði upplýsingamála. Var Björn valinn úr hópi 81 umsækjenda.
Björn hefur verið áberandi í fjölmiðlum á undanförnum árum og unnið bæði fyrir RÚV og Stöð 2 auk þess sem hann var ritstjóri Akureyri vikublaðs um skeið. Hann er með stúdentspróf frá MA, BA-gráðu í þjóðfélagsfræðum frá HA og MA-gráðu í fjölmiðlafræði og blaðamennsku frá HÍ.
Björn mun að mestu sinna starfinu á starfsstöð Umhverfisstofnunar á Borgum á Akureyri.
UMMÆLI