Birkir Bjarna keyptur til Aston Villa á 250 milljónir

Birkir Bjarna mættur til Aston Villa. Mynd af heimasíðu félagsins.

Búið er að ganga frá félagaskiptum Birkis Bjarnasonar frá Basel til enska B-deildarliðsins Aston Villa en frá þessu var greint á heimasíðu félagsins nú rétt í þessu.

Birkir gerir þriggja og hálfs árs samning við þetta fornfræga félag en samkvæmt heimildum BBC fréttastofunnar er kaupverðið 1,75 milljón punda sem gerir um 255 milljónir íslenskra króna.

,,Ég er ánægður að hafa skrifað undir samning við Aston Villa. Þetta er mjög stórt félag og ég hlakka til að komast út á völlinn og hjálpa liðinu,“ segir Birkir í samtali við heimasíðu Aston Villa.

Aston Villa situr í 13.sæti ensku B-deildarinnar um þessar mundir eftir að hafa fallið úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Þjálfari liðsins er Man Utd goðsögnin Steve Bruce.

Sjá einnig

Birkir Bjarnason í nærmynd – Man Utd í uppáhaldi

 

Sambíó

UMMÆLI