NTC

Starfsfólk SAk bólusett

Starfsfólk SAk bólusett

Í gærmorgun var hafist handa við að bólusetja starfsfólk Sjúkrahússins á Akureyri. Fyrsti starfsmaður Sjúkrahússins á Akureyri sem fékk bólusetningu var Jón Pálmi Óskarsson forstöðulæknir bráðalækninga.

Alls verður um 130 einstaklingum boðin bólusetning í fyrstu umferð sem er það magn sem sjúkrahúsið fær úthlutað af þessari fyrstu sendingu til landsins.

„Það dugar til að bólusetja starfsmenn er sinna sjúklingum á bráðamóttöku, gjörgæslu og þá sem mest hafa sinnt COVID-19 sjúklingum. Þá verður elsti inniliggjandi sjúklingahópurinn bólusettur. Jóna Valdís Ólafsdóttir forstöðulyfjafræðingur tók á móti fyrstu 130 skömmtunum af COVID-19 bóluefninu fyrir hönd sjúkrahússins,“ segir í tilkynningu frá Sjúkrahúsinu.

Bjarni Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að þetta séu ákveðin tímamót í baráttunni gegn veirunni í samtali við mbl.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó