Samfylkingin skoðar það nú alvarlega að leggja fram þingsályktunartillögu á komandi þingi þess efnis fram skuli fara þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Þetta segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar í viðtali við DV.
„Það voru allir flokkar búnir að lofa því meira og minna fyrir kosningar að þjóðin ætti að fá að ráða þessu. Það er langheiðarlegast,“ segir Logi.
Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar eru Evrópumálin í raun ekki afgreidd heldur talað um Alþingi muni taka afstöðu um áframhaldandi viðræður.
UMMÆLI