Í nýrri ferðamálastefnu Akureyrarbæjar sem var samþykkt í bæjarstjórn í lok desember er lögð áhersla á að efla bæinn sem heilsársáfangastað. Stefnan byggir á verkefnum sem er ætlað að gera Akureyri að eftirsókarverðari áfangastað.
Stefnt er á að fjölga ferðamönnum yfir vetrartímann. Þá er stefnan að þróa Hlíðarfjall sem heilsársútivistarsvæði og leggja árherslu á fjallið sem einn helsta ferðamannastað bæjarins.
UMMÆLI