Í síðustu viku var kjöri íþróttamanns UMSE lýst í Hlíðarbæ í Hörgársveit. Arnór Snær Guðmundsson, golfari úr Golfklúbbnum Hamri var kjörinn Íþróttamaður UMSE 2016. Hann var jafnframt útnefndur golfmaður UMSE 2016. Annar í kjörinu var Guðmundur Smári Daníelsson, frjálsíþróttamaður frá Umf. Samherjum og frjálsíþróttamaður UMSE 2016 og þriðji Viktor Hugi Júlíusson, frjálsíþróttamaður frá Umf. Svarfdælum.
Í kjöri til íþróttamans UMSE voru:
- Badmintonmaður UMSE 2016, Haukur Gylfi Gíslason, Umf. Samherjum.
- Borðtennismaður UMSE 2016, Jóhannes Bjarki Sigurðsson, Umf. Samherjum.
- Frjálsíþróttamaður UMSE 2016, Guðmundur Smári Daníelsson, Umf. Samherjum.
- Golfmaður UMSE 2016, Arnór Snær Guðmundsson, frá Golfklúbbnum Hamri.
- Hestaíþróttamaður UMSE 2016, Svavar Örn Hreiðarsson, Hestamannafélginu Hring.
- Skíðamaður UMSE 2016, Andrea Björk Birkisdóttir, Skíðafélag Dalvíkur.
- Sundmaður UMSE 2016, Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson, Sundfélaginu Rán.
- Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Golfklúbbnum Hamri, tilnefnd af stjórn UMSE fyrir góðan árangur í golfi.
- Helgi Halldórsson, Skíðafélagi Dalvíkur, tilnefndur af stjórn UMSE fyrir góðan árangur á skíðum.
- Eir Starradóttir, Umf. Æskunni, tilnefnd af stjórn UMSE fyrir góðan árangur í frjálsíþróttum.
- Viktor Hugi Júlíusson, Umf. Svarfdæla, tilnefndur af stjórn UMSE fyrir góðan árangur í frjálsíþróttum.
UMMÆLI