NTC

JMJ á jólaglugga Akureyrar 2020

JMJ á jólaglugga Akureyrar 2020

Herrafataverslunin JMJ bar sigur úr býtum í samkeppni um fallegasta og best skreytta verslunargluggann á Akureyri fyrir þessi jól. Þetta kemur fram á vef bæjarins.

Akureyrarstofa stóð fyrir keppninni og var markmiðið að vekja athygli á fjölbreyttu úrvali verslana í bænum og þeim metnaði sem lagður er í gluggaskreytingar. Íbúar og verslunareigendur voru hvattir til að senda inn tillögur með því að birta mynd á Instagram merkta #jólak2020.

„Þótt margar verslanir séu vel skreyttar þá var þátttaka í keppninni heldur dræm, en nokkrar tilnefningar bárust sem þriggja manna dómnefnd lagði mat á. Einróma niðurstaða dómnefndar var sú að metnaðarfullar jólaskreytingar í gluggum JMJ stæðu upp úr. Löng hefð er fyrir veglegum gluggaskreytingum í versluninni sem stjórnendur hafa lagt áherslu á að varðveita, Akureyringum og gestum bæjarins til mikillar gleði,“ segir á vef bæjarins.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður Akureyrarstofu tilkynnti starfsmönnum JMJ um niðurstöðuna í gær og færði þeim blómvönd í viðurkenningarskyni.

https://www.instagram.com/p/CJEQbgVgiT0/?utm_source=ig_web_copy_link
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó