A! Gjörningahátíð

María og Magnús í íslenska skíðahópnum fyrir HM í Sviss

María Guðmundsdóttir náði frábærum árangri árið 2016

María Guðmundsdóttir náði frábærum árangri árið 2016

María Guðmundsdóttir og Magnús Finnsson úr Skíðafélagi Akureyrar hafa verið valin í hóp Skíðasambands Íslands fyrir heimsmeistarótið í alpagreinum.

Sjá einnig: Íslensk skíðaiðkun í nauðvörn

Mótið fer fram í St. Moritz í Sviss og stendur frá 6.-19. febrúar. Keppendur eru valdir til þáttöku í svigi og stórsvigi. Í ár verður undankeppni í báðum þessum greinum í fyrsta skipti. Íslenski hópurinn mun dvelja í HM þorpi frá 11.-20. febrúar.

María var valin skíðakona ársins fyrir árið 2016 eftir frábæran árangur á síðasta ári. Í augnablikinu keppir hún fyrir skíðalið Háskólans í Anchorage í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám.

Sjá einnig: María Guðmundsdóttir er skíðakona ársins

Magnús stundar nám í viðskiptafræði við Colorado Mountain College í Steamboat Springs og er einnig í skíðaliði skólans.

Magnús Finnsson

Magnús Finnsson

VG

UMMÆLI