NTC

Þórsarar gerðu góða ferð í Borgarnes

Darrel Lewis. Mynd: Thorsport.is

Lewis var algjörlega stórkostlegur í Borgarnesi í kvöld. Mynd: thorsport.is

Þórsarar gerðu góða ferð í Borgarnes í kvöld þar sem þeir heimsóttu Skallagrím í nýliðaslag í Dominos-deildinni í körfubolta.

Þórsarar urðu fyrir áfalli í vikunni. Eins og greint var frá hér hefur Danero Thomas yfirgefið lið Þórs en hann hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu í Dominos-deildinni í vetur. Hann hefur nú samið við ÍR.

Hans var þó ekki saknað í kvöld því Þór vann nokkuð öruggan sigur. Heimamenn í Skallagrím byrjuðu þó leikinn mun betur en eftir fyrsta leikhluta tóku Þórsarar öll völd á vellinum og unnu að lokum ellefu stiga sigur, 89-100.

Darrel Lewis átti algjörlega stórkostlegan leik í liði Þórs en hann skoraði 35 stig auk þess að taka 10 fráköst. Fyrir þá sem ekki vita fagnar Lewis 41 árs afmæli sínu þann 13.febrúar næstkomandi. Algjörlega magnaður íþróttamaður.

Úrslit kvöldsins þýða að Þórsarar fara upp að hlið nafna sinna úr Þorlákshöfn í 4.-5. sæti deildarinnar en bæði lið hafa innbyrt 16 stig í vetur.

Stigaskor Þórs: Darrel Lewis 35/10 fráköst, George Beamon 22, Þröstur Leó Jóhannsson 13, Tryggvi Snær Hlinason 10, Ingvi Rafn Ingvarson 9,  Ragnar Helgi Friðriksson 7, Sindri Davíðsson 4.

Stigaskor Skallagríms: Flenard Whitfield 35/15 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 17, Darrell Flake 13,  Magnús Þór Gunnarsson 10, Eyjólfur Ásberg 6, Davíð Ásgeirsson 3, Davíð Guðmundsson 3, Kristófer Gíslason 2.

Sambíó

UMMÆLI