Mennirnir tveir grunaðir um manndráp

 Birna Brjáns­dótt­ir

Birna Brjáns­dótt­ir


Fréttablaðið greinir frá því í morgun
 að mennirnir tveir sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær, grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, voru úrskurðaðir á grundvelli 211. gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp.

Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness en ákæruvaldið hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar vegna þess að farið var fram á fjögura vikna varðhald.

Ekk­ert hef­ur spurst til Birnu frá því hún sást á eft­ir­lits­mynda­vél­um á sjötta tím­an­um á laug­ar­dags­morgn­in­um, eða í rúma sex sól­ar­hringa.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó