Framsókn

Fulltrúar Þórs og KA funduðu með ÍBA

16112585_603634939828451_4628490419327515010_o

Fulltrúar Þórs, KA og Þórs/KA á sáttafundi hjá Geir Kristni Aðalsteinssyni, formanni ÍBA.

Fulltrúar Íþróttabandalags Akureyrar, Þórs, KA og kvennaliðs Þórs/KA funduðu í dag á skrifstofu ÍBA og fóru yfir hitamál síðustu sólarhringa en eins og ítarlega hefur verið fjallað um hér á Kaffinu ákvað aðalstjórn KA að slíta samstarfi við Þór um rekstur sameinaðra kvennaliða félaganna í fótbolta og handbolta.

Sjá einnig: Samstarfi Þórs og KA í kvennaboltanum slitið

Í tilkynningu frá ÍBA segir að fundurinn hafi verið mjög góður og hafi farið fram á jákvæðum nótum. Farið var yfir sjónarmið félaganna og vinna sett í gang varðandi næstu skref í málinu. Þá segir einnig að fleiri fundir verði haldnir á næstu dögum.

Ennfremur vilja þau sem sátu fundinn hvetja Akureyringa til að fara varlega í orðræðu, bæði á götuhornum og samfélagsmiðlum, þegar kemur að samvinnu þessara tveggja félaga.

Sjá einnig

Raunir íþróttaáhugamanns á Akureyri

Eiríkur: Iðkendur óskuðu eftir samstarfsslitum

Fyrirliði Þórs/KA gáttuð, sár og bandbrjáluð

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó