Eins og við greindum frá fyrr í kvöld hefur KA ákveðið að endurnýja ekki samninga við Þór um sameiginlega meistaraflokka kvenna í handknattleik og knattspyrnu sem hafa verið í gildi frá árinu 2001.
Aðalstjórn KA samþykkti þetta á fundi sínum í gær og yfirlýsing var birt fyrir stundu á vef félagsins.
Kaffið.is náði tali af Siguróla Kristjánssyni, Mola eins og hann er kallaður, fyrrum aðstoðarþjálfara liðsins en hann vann í kringum liðið í áratug áður en hann hætti nú í haust.
„Öll skynsemi fellur að því að við höldum áfram því frábæra starfi sem Þór/KA hefur verið með og þetta eru ekkert annað en hryllilegar fréttir. Ef að KA mönnum finnst ekkert að því að þeir noti afrekssjóð frá KSÍ fyrir undanfarin 3 ár til eigin nota þá kemur mér ekki á óvart að þessir sömu aðilar slíti samstarfinu,” segir Moli, ómyrkur í máli.
Hvað framhaldið varðar segir Kristján það mjög óljóst,
„Þetta er afleit tímasetning korter fyrir mót, ég á erfitt með að sjá að forráðamenn Þór/KA geti farið í mótið í sumar með þessa ákvörðun á bakinu.“
UMMÆLI