Eiríkur Fannar í fangelsinu á Akureyri

Lögreglustöðin á Akureyri

Lögreglustöðin á Akureyri

Eiríkur Fannar Traustason, sem dæmdur var fyrir nauðgun á 17 ára franskri stúlku í Hrísey sumarið 2015, er kominn í fangelsið á Akureyri. Eiríkur hafði verið í tímabundnu leyfi vegna veikinda barna hans, tvíbura sem fæddust í lok september síðastliðins. Eiríkur var ekki undir eftirliti á meðan leyfinu stóð en þurfti að láta vita af sér reglulega. Margir eru ósáttir við það að Eiríkur hafi gengið laus án eftirlits en hann er einnig grunaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku í eyjunni sama sumar og nauðgunin átti sér stað.

Ekki er ljóst hvort Eiríkur muni afplána restina af dómnum á Akureyri en í lögum segir að það sé í höndum Fangelsismálastofnunar hvar afplánun eigi að fara fram en það fari eftir aldri, búsetu, kynferði og brotaferili viðkomandi fanga.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó