Akureyringurinn Sóley Margrét Jónsdóttir var í vikunni valin kraftlyftingakona ársins. Þetta er annað árið í röð sem að Sóley fær verðlaunin. Þetta kemur fram á vef kraft.is.
Þar segir um árið hjá Sóley:
Sóley er fædd 2001 og keppir fyrir Breiðablik. Sóley var á árinu íslandsmeistari í kraftlyftingum og í réttstöðulyftu í +84 flokki kvenna. Hún setti íslandsmet í bekkpressu og bekkpressu/single lift með 180 kg, í réttstöðulyftu og réttstöðulyftu/single lift með 220 kg og samanlagt með 665 kg. Það er mesti þyngd sem íslensk kona hefur tekið og er ekki nema 10 kg frá Evrópumetinu í hennar aldurs- og þyngdarflokki.
Sóley setti á árinu Norðurlandamet í hnébeygju, bekkpressu, bekkpressu/single lift og samanlögðu í +84 kg flokki unglinga.
UMMÆLI