Stofnuð hefur verið Facebook-síða vegna leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gærkvöldi og leitað hefur verið að í allan dag.
Fólk sem hefur tekið þátt í leitinni að henni hefur skrifað inn á síðuna. Móðir Birnu hvatti fólk til þess að taka þátt í leitinni að Birnu og óskaði eftir hjálp.
Upplýsingar um ferðir Birnu berist til lögreglu í síma 444-1000.
UMMÆLI