Aldís Kara er skautakona ársins

Aldís Kara er skautakona ársins

Akureyringurinn Aldís Kara Bergsdóttir hefur verið valin skautakona ársins árið 2020 af Skautasambandi Íslands. Þetta er annað árið í röð sem að Aldís Kara er valin skautakona ársins.

Al­dís Kara æfir með Skauta­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar und­ir leiðsögn Dar­ja Zajcen­ko.

Í fréttatilkynningu ÍSS segir:

Stjórn ÍSS tel­ur Al­dísi Köru verðugan full­trúa Skauta­sam­bands­ins þar sem hún hef­ur sýnt mik­inn dugnað og metnað við iðkun sinn­ar íþrótt­ar. Hún hef­ur skarað fram úr meðal jafn­ingja og ber þar helst að nefna þátt­töku henn­ar á heims­meist­ara­móti ung­linga í Tall­in í mars. Var hún þá fyrst Íslend­inga til þess að vinna sér inn keppn­is­rétt og keppa á heims­meist­ara­móti í ein­stak­lings­skaut­um.

Skaut­ar­ar geta ein­göngu unnið sér inn stig sem gilda til þátt­töku á ISU meist­ara­móti á mót­um sem skráð eru á keppn­islista ISU og viður­kennd af þeim. Það eru svo­kölluð alþjóðleg mót af ISU lista og eru strang­ar kröf­ur sem gilda um sam­setn­ingu dóm­ara og lág­marks­fjölda skráðra kepp­enda á mót­inu. Íslensk­ir kepp­end­ur þurfa því að fara er­lend­is til að reyna við lág­marks­stig­in en eina mótið á Íslandi sem gild­ir til stiga (sé lág­marks fjölda kepp­enda náð) er Reykja­vík In­ternati­onal Games.

Ná þarf lág­marks tæknistig­um í bæði stutta og frjálsa pró­gram­inu en ekki þarf að gera það á sama mót­inu. Lág­marks tæknistig í Juni­or Ladies eru 23.00 stig í stuttu pró­grami og 38.00 stig í frjálsu pró­grami.

Árið 2020 byrjaði hjá Al­dísi Köru með keppni á RIG 2020 sem fram fór í Laug­ar­daln­um. Þar fékk hún 113.54 stig og náði einnig lág­mörk­um á heims­meist­ara­mót ung­linga í stuttu pró­grami, þá í annað sinn á keppn­is­tíma­bil­inu.

Næsta mót hjá henni var Norður­landa­mótið sem fram fór í Stavan­ger í Nor­egi. Þar fékk Al­dís Kara 115.39 stig en það eru hæstu stig sem ís­lensk­ur skaut­ari hef­ur fengið á Norður­landa­móti. Á mót­inu náði Al­dís Kara lág­marks stig­um fyr­ir heims­meist­ara­mót ung­linga í frjálsu pró­grammi og varð þar af leiðandi fyrsti skaut­ari Íslands sem nær þeim ár­angri.

Í byrj­un mars 2020 keppti hún svo á heims­meist­ara­móti Ung­linga í Tall­in í Eistlandi. Þar stóð hún sig með prýði og endaði í 35. sæti af 48 kepp­end­um. Þetta var frá­bær byrj­un hjá Al­dísi Köru á heims­meist­ara­móti og gríðarlega stórt skref í ís­lenskri skauta­sögu.

Nýtt keppn­is­tíma­bil hófst svo með því að Al­dís Kara keppti á Haust­móti ÍSS og þar fékk hún 117.85 stig.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó