Þann 16. janúar næstkomandi hefst vorönn Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar á níunda starfsári hans. Starfið að þessu sinni mun einkennast af þeirri staðreynd að 10 ár eru síðan Leikfélag Akureyrar hóf starfsemi.
Kennarar námskeiðsins eru þær Berglind Jónsdóttir og Hrafndís Bára Einarsdóttir líkt og í haust. Berglind er leikari og útskrifaðist frá Leiklistarskólanum Holberg í Kaupmannahöfn 2008. Hrafndís Bára útskrifaðist með leiklistargráðu árið 2010, hún hefur unnið að ýmsum verkefnum í leiklist en þó aðallega leikstjórn. Auk þeirra hefur hin síkáta Halldóra Mark bæst í hópinn. Halldóra lærði leiklist í Kvikmyndaskóla Íslands og sögur herma að í henni búi trúður.
Um þessar mundir eru kennarar skólans að grúska í handritum hinna feikimörgu sýninga sem Leikfélag Akureyrar hefur sett á svið í 100 ára sögu sinni og freista þess að grípa úr þeim eftirminnilegar senur fyrir nemendur að spreyta sig á. Þær stöllur lofa mikilli leikgleði, miklu spé og miklu leikhúsi.
Námskeiðinu lýkur með sameiginlegri sýningu beggja hópa. Sýningin verður fimmtudaginn 16. mars í Samkomuhúsinu. En einmitt þar hófst þetta allt saman fyrir 100 árum síðan.
Nánari upplýsingar um Leiklistarskólann hér.
UMMÆLI