Framsókn

98% verðmunur á kaffibolla á Akureyri

98% verðmunur á kaffibolla á Akureyri

Okkur hjá Kaffinu fannst það einkar viðeigandi að gera a.m.k. eina frétt um kaffi. Því fóru blaðamenn Kaffisins á stjá og ákváðu að kanna verðlag á kaffi- og veitingahúsum bæjarins. Þá var haft samband við þá staði sem ekki gáfu upp verð sitt á netinu og kannað hvert verðið væri á uppáhelltu kaffi.

Í ljós kom að flestir staðir eru með svipað verð á uppáhelltu kaffi en þó var verulega marktækur munur á lægsta og hæsta verði. Lægsta verðið var hjá kaffihúsinu Backpackers en þar kostar uppáhellt kaffi aðeins 250 krónur. Hæsta verðið var hjá Te og Kaffi, en þar kostar bollinn 495 krónur. Það þýðir að 98% verðmunur er á uppáhelltum kaffibolla hjá Backpackers og Te og Kaffi.

Hér að neðan má sjá verðin á þeim stöðum sem Kaffið.is kannaði verðið hjá en tekið skal fram að í öllum tilfellum var ábót á kaffið innifalin.

Veitingastaðir
Bautinn – 470 kr.
Strikið – 350 kr.
Bryggjan – 400 kr.
Greifinn – 390 kr.

Kaffihús
Te og Kaffi – 495 kr.
Bláa Kannan – 460 kr.
Kaffi Ilmur – 460 kr.
Símstöðin 395 kr.
Kaffi Torg 380 kr.
Berlín – 350 kr.
Backpackers 250 kr.

Mikil álagning
Ljóst er að uppáhellt kaffi færir sig sífellt nær  500 krónunum og spurning hvaða þættir séu inn í því verði. Við skoðuðum verðskrá hjá heildsala sem selur vinsælt kaffi. Þar kom í ljós að 100 gr. poki af möluðu kaffi, sem notaður er í eina könnu af uppáhelltu kaffi kostar 297 kr. Þá er gert ráð fyrir því að það séu u.þ.b. 24 kr. per Bolla.

VG

UMMÆLI

Sambíó