Í mörg undanfarin ár hafa pípulagnir ekki verið kenndar við byggingadeild VMA – þar til nú. Á annan tug nemenda er þessa dagana að hefja nám í pípulögnum – sumir hafa til fjölda ára starfað við þetta fag, aðrir ekki. Halldór Torfi Torfason, brautarstjóri byggingagreina, segir á heimasíðu VMA að það hafi einfaldlega komið um það ósk úr atvinnulífinu að setja upp nám í pípulögnum og að sjálfsögðu hafi verið brugðist við þeim óskum. Í þeim uppgangi sem hefur verið á síðustu árum í byggingageiranum, eftir mögur ár í kjölfar bankahrunsins, er spurn eftir pípulagningamönnum langt umfram framboðið.
Eins og með aðrar byggingagreinar þurfa nemendur í pípulögnum að hafa lokið grunnnámi byggingagreina fyrstu tvær annirnar.
UMMÆLI