Íþróttamaður KA árið 2016 var valinn í dag í afmælisveislu félagsins í KA heimilinu. Valþór Ingi Karlsson úr blakdeild KA var hlutskarpastur og er íþróttamaður KA árið 2016.
Valþór Ingi Karlsson er fæddur 21. maí 1997. Hann hefur æft blak hjá KA frá 6 ára aldri og á bæði Íslands- og Bikarmeistaratitla með yngri flokkum félagsins. Valþór Ingi varð bikarmeistari með meistaraflokki síðastliðið vor og í 2. sæti Íslandsmótsins og var valinn í úrvalslið Mizuno deildarinnar. Hann hefur leikið með meistaraflokki síðan hann var 13 ára og verið einn af lykilmönnum liðsins undanfarin ár.
Valþór hefur spilað með unglingalandsliðum í blaki lengi og var nýlega valinn í A-landsliðshópinn sem tekur þátt í móti í Luxemborg.
Þá var Böggubikarinn afhentur í þriðja sinn. Anna Rakel Pétursdóttir úr knattspyrnudeild og Dagur Gautason úr handknattleiksdeild hlutu verðlaunin.
UMMÆLI