Laun hækka á Eyjafjarðasvæðinu – Karlar launahærri en konur

Mynd: ein.is

Mynd: ein.is

Undanfarin  sex ár hefur Eining-Iðja fengið Gallup til að framkvæma viðamikla viðhorfs- og kjarakönnun á meðal félagsmanna sinna í samstarfi við AFL Starfsgreinafélag. Þessar kannanir eru byggðar á sambærilegum könnunum sem Efling, Hlíf og Verkalýðs og sjómannafélag Keflavíkur hafa látið gera fyrir sig í nokkur ár

Nú liggja fyrir niðurstöður könnunar, sem Gallup gerði meðal félagsmanna í október og nóvember á nýliðnu ári. Könnunin er birt í heild sinni á heimasíðu félagsins, ein.is. Svarendur könnunarinnar voru 752 talsins og voru 43,5% svarenda karlar en 56,5% konur. Rúmlega 22% svarenda voru undir 25 ára aldri, rúmlega 22% voru á aldrinum 25-34 ára, rúmlega 17% voru á aldrinum 35-44 ára, 19% á aldrinum 45-54 ára og rúmlega 19% voru 55 ára eða eldri.

Heildarlaun á svæðinu voru að meðaltali 443 þúsund krónur. Karlar voru með 486 þúsund krónur í heildarlaun en konur 397 þúsund. Aðrir hlutir voru einnig skoðaðir í könnuninni eins og líðan í starfi, hvort fólk skoðaði launaseðilinn sinn, ánægja með Eining-Iðju og fleira. Sjónvarpsstöðin N4 talaði við formann félagsins, Björn Snæbjörnsson, um helstu niðurstöður könnunarinnar og hægt er að sjá það viðtal hér.

 

 

Sambíó
Sambíó