Ásynjur skoruðu 27 mörk á innan við sólarhring

Mynd: sasport.is

Ójafnir leikir í Skautahöll Akureyrar þessa helgina. Mynd: sasport.is

Ásynjur unnu öruggan 12-0 sigur á Skautafélagi Reykjavíkur í dag í seinni leik liðanna í Hertz-deild kvenna þessa helgina.

Sömu lið mættust í Skautahöll Akureyrar í gærkvöldi og höfðu Ásynjur þá 15-0 sigur. Nánar um það hér.

Leikur dagsins var álíka spennandi en Ásynjur skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins 27 sekúndur. Áður en yfir lauk höfðu Ásynjur skorað tólf mörk gegn engu marki frá gestunum.

Markaskorarar Ásynja: Guðrún Viðarsdóttir 3, Eva Karvelsdóttir 2, Linda Sveinsdóttir 2, Rósa Guðjónsdóttir 1, Anna Ágústsdóttir 1, Guðrún Gunnarsdóttir 1, Alda Arnarsdóttir 1, Jónína Guðbjartsdóttir 1.

Sambíó
Sambíó