Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Þetta kemur fram á Vísi.is.
Brotið átti sér stað árið 2008 en málið komst í fréttirnar árið 2018 þegar Jóni Páli var sagt upp störfum sem leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann sagði þá ástæðuna vera rekstrarerfiðleika.
Sjá einnig: Jón Páll segir upp störfum sem leikhússtjóri
Í umfjöllun Vísis um málið segir að Jón Páll þurfi að greiða brotaþola í málinu 2,5 milljónir króna í miskabætur ásamt vöxtum. Þá var hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola.
UMMÆLI