Það er ekki bara á Landsspítalanum sem plássleysi er farið að gera vart við sig, því svo virðist sem samskonar vandamál séu að koma upp á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Lyflækningadeildin á Sjúkrahúsinu á Akureyri er oft á tíðum yfirfull og þá eru sjúklingar lagðir inn á skurðdeild eða jafnvel barnadeild spítalans. Þetta segir Sigurðar E. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri í samtali við mbl.is.
„Það hafa komið tímabil í haust þar sem það hefur verið þungt og mikið álag á spítalanum, sérstaklega á lyflækninga- og skurðlækningadeildinni,“ segir Sigurður í samtali við mbl.
„Það er ótrúlega duglegt að sinna öllum sem til okkar leita og við erum þakklát fyrir það og veitum eins góða þjónustu og við getum,“ segir Sigurður að lokum.
UMMÆLI