Fimleikakonan Tinna Óðinsdóttir fagnaði góðu gengi á árinu sem var að líða. Hún komst í úrslit á tveimur heimsbikarmótum og fagnaði góðum árangri með íslenska landsliðinu á Norðurlandamótinu og Evrópumótinu. Hún var nýlega í viðtali við Alþjóðafimleikablaðið þar sem hún sagði að hún væri stoltust af árangri íslenska liðsins á árinu.
„Að vinna Norðurlandamótið með íslenska liðinu stóð uppúr á árinu. Það var í fyrsta skipti sem íslenska liðið hefur unnið þetta mót og það var heiður að vera hluti af því.“
Tinna kemur frá Akureyri en býr nú í Árósum í Danmörku þar sem hún æfir fimleika hjá hollenska þjálfara sínum Rene Poutsma. Hún stefnir að því að komast á Evrópumótið í Rúmeníu og Heimsmeistaramótið í Kanada á árinu.
UMMÆLI