Atli tilnefndur til Grammy-verðlauna

Atli tilnefndur til Grammy-verðlauna

Kvikmyndatónskáldið Atli Örvarsson hefur verið tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire and Saga. Fjallað er um málið á Akureyri.net í dag.

Kvikmyndahljómsveit Íslands, SinfoniaNord, lék tónlistina í Eurovision myndinni en tónlistin var í höndum Atla Örvarssonar og var tekin upp í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. 

Atli er tilnefndur til Grammy-verðlauna í flokki tónlistar fyrir kvikmyndir, sjónvarpsþætti og tölvuleiki. Plata með tónlist úr kvikmyndinni er ein þeirra fimm sem eru tilnefndar í flokknum Best Compilation Soundrack For Visual Media.

Atli segir að það sé mikill heiður að vera tilnefndur og að tilnefningin líti vel út á ferilskránni í samtali við Akureyri.net í dag. Grammy-verðlaunin eru ein virtustu tónlistarverðlaun í heimi en þau verða afhent í 63. sinn í janúar næstkomandi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó