Ný hreins­istöð frá­veitu tekin í gagnið á Ak­ur­eyri

Ný hreins­istöð frá­veitu tekin í gagnið á Ak­ur­eyri

Ný hreins­istöð frá­veitu í Sand­gerðis­bót á Ak­ur­eyri hefur verið tekin í gagnið. Þetta kemur fram á vef mbl.is í dag.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Helgi Jó­hann­es­son for­stjóri Norður­orku að í þessu fel­ist bylt­ing fyr­ir um­hverfið og sömu­leiðis Norður­orku.

„Nú erum við loks­ins kom­in á þann stað sem við vilj­um vera, að upp­fylla lög og regl­ur sem í gangi eru,“ seg­ir Helgi við mbl.is.

Sjá einnig: Ný hreinsistöð tengd við fráveitukerfi Akureyrar

Nýja hreinsistöðin er ein af stærri hreinsistöðvum landsins og er nokkuð ólík fyrri stöðvum í útfærslu m.a. að því leyti að hreinsistöðin er tvískipt. Þannig er hægt að loka helming stöðvarinnar í einu fyrir skólprennsli og vinna að viðhaldi án þess að stöðva rekstur stöðvarinnar.

Nú er vatnið hreinsað, öll föstu efn­in síuð úr skólp­inu og því síðan dælt frá Ak­ur­eyri, 400 metra út í strauma í Eyjaf­irði en ekki  90 metra frá strönd­inni eins og áður. 

Lesa má nánar um hreinsistöðina á vef Norðurorku hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó