Framsókn

Leikmaður Þór/KA tilnefnd sem markvörður ársins í Ameríku

Cecilia í leik á Þórsvelli síðastliðið sumar. Mynd: Fótbolti.net

Cecilia í leik á Þórsvelli síðastliðið sumar. Mynd: Fótbolti.net

Mexíkóska knattspyrnukonan Cecilia Santiago er ein tíu kvenna sem kemur til greina sem markvörður ársins í Mið- og Norður-Ameríku en hægt er að kjósa til 9.janúar næstkomandi.

Cecilia varði mark Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna á síðustu leiktíð og stóð sig vel en hún er einnig markvörður mexíkóska landsliðsins og hefur leikið 43 A-landsleiki þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gömul.

Hún er í kjöri ásamt nokkrum af bestu markvörðum heims en það er CONCACAF, knattspyrnusamband Mið- og Norður-Ameríku sem stendur fyrir valinu. Alls eiga 41 land aðild að sambandinu, þar á meðal Bandaríkin sem hafa verið leiðandi í kvennaknattspyrnu undanfarna áratugi.

Smelltu hér til að kjósa Ceciliu Santiago.

Sambíó

UMMÆLI