Bodö/Glimt varð í gærkvöldi norskur meistari í knattspyrnu í fyrsta sinn. Liðið varð í kjölfarið nyrsta lið í heiminum sem sigrar úrvalsdeild í fótbolta. KA á Akureyri var áður nyrsta liðið sem hafði sigrað úrvalsdeild.
KA varð Íslandsmeistari árið 1989 og hefur því haldið metinu í þónokkur ár. Tölfræðisíðan Gracenote Live vakti athygli á því á Twitter að Bodö/Glimt hafi tekið met af KA með því að vinna norsku úrvalsdeildina.
Bodö/Glimt er fótboltafélag í Bodø, sem er staðsett rétt fyrir norðan norðurheimskautsbauginn.
Í liðinu er hægri bakvörðurinn Alfons Sampsted, hann spilaði með Þór á Akureyri sumarið 2015 á láni frá Breiðablik.
UMMÆLI