Það verður mikið um dýrðir í Hamri, félagsheimili Þórs, í dag þegar kjöri á íþróttafólki ársins hjá félaginu verður lýst.
Þórsarar boða til veislu því félagsheimilið verður opið gestum og gangandi frá klukkan 18 og mun trúbadorinn geðþekki, Brynjar Davíðsson, meðal annars troða upp ásamt hinum síspræka Hákoni Guðna.
Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson er aðalræðumaður dagsins en aðalviðfangsefni hans verður EM í Frakklandi sem fram fór síðasta sumar. Að endingu verður íþróttamaður og íþróttakona Þórs 2016 valin en hér fyrir neðan má sjá þau sem eru í kjöri þetta árið.
Knattspyrnufólk Þórs – Gunnar Örvar Stefánsson og Sandra Stephany Mayor Gutierrez
Körfuknattleiksfólk Þórs – Tryggvi Snær Hlinason og Unnur Lára Ásgeirsdóttir
Keilufólk Þórs – Bergþóra Pálsdóttir og Guðmundur Konráðsson
Pílufólk Þórs – Bjarni Sigurðsson og Jóhanna Bergsdóttir
Handknattleiksmaður Þórs – Hafþór Már Vignisson
Taekwondomaður Þórs – Haukur Fannar Möller
UMMÆLI