Arnór Þór Gunnarsson er í liði umferðarinnar hjá Sports Impuls fyrir frammistöðu sína með Bergischer í gær, á öðrum degi jóla, þegar liðið mætti Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.
Sports Impuls er umboðsskrifstofa sem þjónustar fjöldann allan af handknattleiksmönnum.
Arnór Þór var næstmarkahæstur hjá Bergischer í leiknum með þrjú mörk úr sex skotum en liðið mátti sætta sig við fjögurra marka tap fyrir Kiel sem er eitt besta handboltalið heims um þessar mundir. Þjálfari Kiel er Akureyringurinn Alfreð Gíslason.
Nú tekur við rúmlega eins mánaðar frí í þýska boltanum vegna HM í handbolta sem fram fer í Frakklandi í næsta mánuði. Arnór Þór verður væntanlega í eldlínunni þar með íslenska landsliðinu en hann heldur nú til Íslands og hefur æfingar með landsliðshópnum
Sjá einnig: Fimm Akureyringar í landsliðshópnum
Bergischer situr á botni þýsku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti en Arnór Þór er langmarkahæsti leikmaður liðsins í vetur með 73 mörk í 18 leikjum og skotnýtingu upp á 64,6%.
Sjá einnig
UMMÆLI