Spáð allt að 13 stiga frosti á morgunÓveður árið 2019. Mynd: Thora Karlsdóttir.

Spáð allt að 13 stiga frosti á morgun

Gera má ráð fyrir að veturinn minni á sig á morgun en von er á töluverðri kólnun á landinu öllu skv. veðurspá.
Þá er spáð breytilegri átt 3-8 m/sek og víða léttskýjað. Útlit er fyrir þriggja til þrettán stiga frosti á morgun en þó kaldast í innsveitum hér á Norðurlandi.

Það hlýnar síðan ekki fyrr en um miðbik fimmtudags þegar blæs úr suðaustri.  Þá hlýnar lítið eitt og þykknar upp sunnan- og vestanlands. Snjókoma eða slydda á svæðinu um kvöldið en rigning við sjóinn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó