Geir skoraði tvö í naumu tapi

Geir og félagar voru hársbreidd frá sigri í kvöld.

Geir setti tvö.

Cesson-Rennes tapaði fyrir Aix á heimavelli, 31-34, í síðasta leik ársins í frönsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Geir Guðmundsson var á sínum stað í liði Cesson-Rennes og gerði tvö mörk úr fimm skotum. Guðmundur Hólmar Helgason er enn að glíma við meiðsli og lék því ekki með liðinu í gær.

Þeir frændur eru nú komnir í jólafrí frá franska boltanum en við taka æfingar með A-landsliði Íslands milli jóla og nýárs.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó