NTC

Gefur flóttabörnum peninginn sem hann var búinn að safna sér upp í Playstation tölvu

Ingi Garðar afhendir sparifé sitt

Ingi Garðar afhendir sparifé sitt

Rauði krossinn á Íslandi fékk í dag heldur betur skemmtilega gjöf frá ungum dreng sem hafði verið búinn að safna fyrir nýrri Plastation tölvu í marga mánuði. Ingi Garðar Davíðsson heitir drengurinn en nú fyrir jólin leitaði hugur hans til barna sem eiga ekki jafn mikið og hann sjálfur. Hann ákvað því að afhenda Rauða Krossinum peninginn sem hann hafði safnað sér og hugsaði þá fyrst og fremst um hann sem gjöf til flóttabarna sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Ingi Garðar hitti framkvæmdastjóra Rauða krossins á Íslandi, Kristínu S. Hjálmtýsdóttur og afhenti henni peninginn sem hann hafði safnað í nestisboxi. Upphæðin var 11.309 krónur og mun hún verða nýtt í að hjálpa flóttabörnum á Íslandi að gera líf sitt betra í óvenjulegum aðstæðum í fjarlægu landi.

VG

UMMÆLI